Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Atvinnuleysi eykst í Bandaríkjunum

26.03.2020 - 16:16
epa03732260 (FILE) A file photo dated 26 July 2012 showing General Motors 2013 Cadillac ATS on the line at their Lansing Grand River assembly plant in Lansing, Michigan, USA. The US government 04 June 2013 indicated it has entered the final stages of divesting itself of partial ownership in the country's premier car producer, General Motors. The US Treasury Department said it had initiated the next step in its plan to sell off its remaining 241.7 million shares "in an orderly fashion" with a view to fully exit its GM investment within the next 12 to 15 months. The sale will be subject to market conditions, officials said. The US government owned 61 per cent of GM - 50 billion dollars worth - after the 2009 bailout to keep the company afloat during bankruptcy reorganization. The Canadian and provincial Ontario governments also helped in the bailout, owning 11.7 per cent of GM. Auto union workers took on 17.5 per cent.  EPA/JEFF KOWALSKY
Starfsfólki í bílaiðnaði fækkaði í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Mynd: EPA
Hátt í 3,3 milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku. Atvinnuleysi eykst hröðum skrefum vestra vegna COVID-19 farsóttarinnar og efnahagslegra erfiðleika af hennar sökum.

Aldrei hafa jafn margir sótt um atvinnuleysisbætur á einni viku og í þeirri síðustu að því er kemur fram í tilkynningu frá atvinnumálaráðuneytinu í Washington. Fyrra met er frá árinu 1982, þegar 695 þúsund sóttu um bætur. Vegna COVID-19 farsóttarinnar hefur börum og veitingahúsum, kvikmynda- og leikhúsum, hótelum og gististöðum og líkamsræktarstöðvum verið lokað víðs vegar um landið. Bílar renna ekki lengur af færiböndum bílasmiðjanna og flugumferð er ekki svipur hjá sjón.

Að mati hagfræðinga hefur um það bil fimmtungur vinnuaflsins verið sendur heim. Aðalhagfræðingur rannsókna- og ráðgjafarfyrirtækisins Pantheon Economics segir að það stefni í sex og hálfs prósents atvinnuleysi á næstunni og útlit sé fyrir að það eigi enn eftir að aukast á næstu vikum.

Bandaríkjaþing samþykkti í vikunni tvö þúsund milljarða dollara framlag til efnahagslífsins og þeirra sem verða fyrir búsifjum af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Í þeim pakka er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar og létt verði undir með fyrirtækjum sem verða hart úti vegna ástandsins, svo sem flugfélögum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV