Atvinnulausir léttast, aðrir þyngjast

Mynd með færslu
 Mynd:

Atvinnulausir léttast, aðrir þyngjast

19.07.2013 - 07:40
Atvinnumissir kvenna í kjölfar efnahagshrunsins hafði þau áhrif að konur þyngdust ekki einungis minna á árunum eftir hrun, heldur hreinlega léttust.

Sif Jónsdóttir komst að þessum niðurstöðum í meistararitgerð sem hún skrifaði ásamt Tinnu Laufeyju Ásgeirsdóttur, Lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Þar kemur fram að bæði menn og konur sem misstu vinnuna þyngdust minna en þau sem héldu vinnunni. Hún fékk hugmyndina að verkefninu eftir fyrirlestur í Háskóla Íslands um góð áhrif kreppunnar á heilsu. „jMér fannst rosalega áhugavert að kreppa gæti valdið einhverju góðu. Þannig að ég talaði við Tinnu og hún benti mér á þetta gagnsett, það hafa verið gerðar margar rannsóknir á vinnumarkað og offitu en þá eru oftast skoðuð áhrif offitu á atvinnu, þess vegna fannst okkur áhugavert að skoða öfug tengsl, hvað þau myndu segja okkur,“ segir Sif. 

Hún segir niðurstöðurnar hafa komið nokkuð á óvart. „Niðurstöðurnar stangast á við fyrri rannsóknir sem benda til þess að þeir sem missi vinnuna, þyngist. Óljóst er hvað veldur en líklegar skýringar eru samdráttur í matarinnkaupum við atvinnumissi eða að aukið stress í kjölfar þess hafi áhrif á holdafar,“ segir Sif.