Átta létu lífið í flugslysi á Filippseyjum

30.03.2020 - 01:46
epa08330568 Investigators look on a burnt Lion Air aircraft at Manila's international airport, Philippines, 29 March 2020. According to reports, a Lion Air plane that was taking off at the Ninoy Aquino International Airport burst into flames and crashed onto the runway with eight people on board.  EPA-EFE/FRANCIS R. MALASIG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Átta létu lífið þegar flugvél á leið með læknabúnað hrapaði á leið frá Filippseyjum til Tókýó. Vélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Manila, höfuðborg Filipsseyja. Að sögn CNN fréttastofunnar kviknaði í flugvélinni um það leyti sem hún var að taka á loft.

Sex Filippseyingar, Bandaríkjamaður og Kanadamaður voru um borð í vélinni. Nokkrir þeirra voru heilbrigðisstarfsmenn að sögn Richard Gordon, talsmanns Rauða krossins. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi