Sjö karlmenn hafa verið kærðir til lögreglunnar á Akranesi vegna kynferðisbrota en rannsóknardeildin þar hefur nú alls átta kynferðisbrot til rannsóknar. Börn koma við sögu í sex málanna og er yngsta barnið nú þrettán ára. Síðasta kæran barst lögreglunni á föstudaginn.