Bíósprengja
Menningaráhrif hernámsins 1940 eru ótvíræð og ekki dró úr þeim eftir að bandarískt herlið tók við herverndinni og dvaldi hér áfram eftir varnarsamninginn árið 1946. Kvikmyndahúsum fjölgaði og margir höfðu áhyggjur af bíóglápinu og að þar væri æskulýðurinn mataður á innihaldsrýru léttmeti.
Á fjórða áratugnum, í aðdraganda síðari heimsstyrjaldar, með uppgangi fasismans í Evrópu og spænska borgarastríðinu, dýpkaði á hugmyndafræðilegum ágreiningi vinstri og hægri manna. Sá ágreiningur hafði mikil áhrif á menninguna á þessu tímabili.
Miklar deilur
Og ekki vantaði átökin í íslenskt menningarlíf. Stjórnmálamaðurinn Jónas frá Hriflu stuðaði margan listamanninn, þar sem hann sat að völdum í menntamálaráði og hafði yfir umsjón með kaupum á listaverkum inn í málverkasafn ríkisins.
Um þetta og margt fleira verður rætt í þriðja þætti af Ágætis byrjun - glefsur úr menningarsögu fullveldisins Íslands. Þátturinn er á dagskrá á laugardag kl. 17. Í brotinu hér fyrir ofan er rætt við Dagnýju Kristjánsdóttur og Jón Karl Helgason, en Sigríður Halldórsdóttir er lesari í þáttunum. Umsjón hefur Guðni Tómasson.