Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Atkvæðagreiðsla um staðgöngumæðrun

18.01.2012 - 14:56
Mynd með færslu
 Mynd:
Fundur hófst á Alþingi núna klukkan þrjú og er nú verið að ræða störf þingsins. Um klukkan hálffjögur fer fram atkvæðagreiðsla um tillögu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og 22ja annarra þingmanna allra flokka nema Hreyfingarinnar um staðgöngumæðrun.

Síðari umræðu um tillöguna lauk í gærkvöld og er óvíst hvernig þessi atkvæðagreiðsla muni fara. Tillagan felur í sér að velferðarráðherra skipi starfshóp sem undirbúi lagafrumvarp sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Síðan tekur við sérstök umræða þar sem Þráinn Bertelsson ræðir stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra.