Atburðir liðinna daga vekja óhug

Mynd með færslu
 Mynd:
Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs vera hörmulegt og vekja óhug. Aðgerðir Ísraelsmanna séu síst til þess fallnar að stuðla að friðsamlegri lausn milli Ísraela og Palestínumanna.

Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ástandið á Gaza-svæðinu vera grafalvarlegt. „Auðvitað eru þetta hörmulegir atburðir sem við fylgjumst vel með og höfum miklar áhyggjur af,“ segir Birgir. Hann segir atburði liðinna daga undirstrika alvarleika málsins. „Þær fréttir sem eru að berast núna á hverjum degi þær undirstrika alvarleika málsins. Og frá mínum bæjardyrum séð þá eru þær aðgerðir sem aðgerðir sem við höfum séð af hálfu Ísraelsmanna síst til þess fallnar að hjálpa til þess að friðsamleg lausn náist,“ segir Birgir.  

Utanríkismálanefnd hyggst funda vegna málsins

Utanríkismálanefnd hefur ekki tekið formlega afstöðu, en mun koma saman vegna málsins síðar í vikunni. „Utanríkismálanefnd hefur ekki náð að fjalla um þetta ennþá en við stefnum að því að halda fund um málið, vonandi síðar í þessari viku, og þar mun nefndin fara yfir stöðuna og taka afstöðu til þess hvort hún lætur frá sér ályktanir eða önnur skilaboð af þessu tilefni,“ segir Birgir.