Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Ástþór og Hannes vantar meðmælendur

23.05.2012 - 15:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, safnaði ekki nægilegum fjölda meðmælenda í Norðlendingafjórðungi og Hannes Bjarnason safnaði ekki nægilega mörgum meðmælendum í Sunnlendingafjórðungi. Allir forsetaframbjóðendur þurfa að skila meðmælum minnst 1500 kjósenda með yfirlýsingu um framboð.

 Þjóðskrá hefur farið yfir undirskriftalista frambjóðendanna og yfirkjörstjórn vottað að aðrir frambjóðendur skiluðu nægilegum fjölda í Norðlendingafjórðungi. Páll Hlöðvesson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, segir að Ástþór fái frest fram á föstudag til að safna þeim undirskriftum sem upp á vantar og Hannes fær sama frest í Sunnlendingafjórðungi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa allir frambjóðendur skilað nægilegum fjölda meðmæla í Austfirðingafjórðungi og Vestfirðingafjórðungi.