Ástralir kjósa um viðurkenningu frumbyggja

10.07.2019 - 22:00
epaselect epa07418898 Aboriginal dancers perform in celebration as protesters are allowed back into their campsite in Deebing Heights, west of Brisbane, Australia, 07 March 2019. Indigenous protesters and their supporters are opposing housing construction around a sacred aboriginal mission and cemetery.  EPA-EFE/DAN PELED  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Innan þriggja ára verður kosið um breytingar á áströlsku stjórnarskránni sem fela í sér viðurkenningu á réttindum frumbyggja. Þeir eru um þrjú prósent af 24,4 milljónum íbúa og hafa mátt þola mikið harðræði af hálfu stjórnvalda í gegnum tíðina og búa margir við þröngan kost.

Ráðherra málefna frumbyggja, Ken Wyatt, greindi frá þessu í dag. Hann tók við embætti í maí og er sá fyrsti af frumbyggjaættum sem gegnir því.

Lengi hefur verið rætt um að í áströlsku stjórnarskránni sé fjallað sérstaklega um frumbyggja og þeir viðurkenndir. Miklar umræður hafa verið um málið meðal stjórnmálamanna í Canberra og viðurkennir Wyatt að skiptar skoðanir séu þar um.

Scott Morrison, forsætisráðherra og leiðtogi hins hægri sinnaða Frjálslyndisflokks, tilkynnti í síðustu viku að hann ætlaði að hefja viðræður við vinstri sinnaða Verkamannaflokkinn um málefni frumbyggja. Wyatt segist reiðubúinn til að ræða við alla flokka um hugsanlega stjórnarskrárbreytingu og ná samstöðu. Takist það séu meiri líkur á að breytingatillagan verði samþykkt.

Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Ken Wyatt.

Hann segir að vanda þurfi til verka og semja spurninguna, sem lögð verður fyrir áströlsku þjóðina, af kostgæfni. Samkvæmt áströlskum lögum eru borgarar skyldugir til að taka þátt í kosningum um stjórnarskrárbreytingar. Frá árinu 1901 hafa einungis átta af 44 tillögum um breytingar á stjórnarskráverið samþykktar.

Óttast erfiða kosningabaráttu

Linda Burney, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í málefnum frumbyggja, segir á brattann að sækja. Hún hefur áhyggjur af því að andstæðingar tillögunnar heyi „frekar ósmekklega“ baráttu gegn henni. Hún er einnig af frumbyggjaættum og er flokkur hennar hlynntur viðurkenningu frumbyggja í áströlsku stjórnarskránni.

epa06761848 Labor Member for Barton Linda Burney at a press conference at Parliament House in Canberra, Australian Capital Territory, Australia, 24 May 2018.  EPA-EFE/MICK TSIKAS  AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Linda Burney.

Fylgismenn breytinganna segja að með þeim verði dregið úr mismunun frumbyggja en fyrri tilraunir ástralskra yfirvalda til að bæta stöðu þeirra í mennta- og heilbrigðismálum hafa ítrekað mistekist.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi