Ástin sem fíkn

Mynd: RÚV / RÚV

Ástin sem fíkn

07.11.2018 - 12:07
Hvenær á fólk að hætta saman og hvenær á fólk ekki að hætta saman er spurning sem leikritið Tvískinnungur reynir að varpa ljósi á.

Verkið er eftir Jón Magnús Arnarsson sem hefur lengi verið í rappi og er meðal annars Íslandsmeistari í ljóðaslammi. Hann segir verkið hafa orðið til í ákveðnu flæði og rími meira að segja að einhverju leyti. 

Leikritið segir frá Svörtu ekkjunni og Iron man sem kynnast í búningapartí. Þuríður Blær og Haraldur Ari fara með hlutverk þeirra. Leikstjóri er Ólafur Egilsson en hann segir leikritið reyna að tæpa á ýmsu er varðar sambönd og ást. „Hvenær elskarðu einhvern nógu mikið til að segja bara, hey við erum bara að skemma hvort annað hérna.“ 

Við kíktum á æfingu á Tvískinnung í Borgarleikhúsinu, horfðu á innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.