Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Ásta Guðrún tekur ekki sæti á lista Pírata

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, ætlar ekki að taka sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi þingkosningar. Hún hlaut þriðja sæti í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi en segir í færslu á Facebook-síðu sinni að hugur hafi ekki fylgt máli þegar hún gaf kost á sér í prófkjörinu. Eftir að hafa rætt við sína nánustu hafi hún ákveðið að taka ekki þriðja sæti listans heldur snúa sér að öðru, þó hún sé reiðubúin að taka neðsta sæti á einhverjum lista.

Ásta Guðrún segir í færslunni að stjórnmálin hafi átt hug sinn og hjarta síðustu fjögur ár, þar af tvö sem þingmaður. Nú langi hana hinsvegar til að fara að gera eitthvað annað og halda á vit ævintýranna.

Ásta Guðrún var þingflokksformaður Pírata um skeið síðasta en eftir ágreining innan þingflokksins var skipt um stjórn hans síðastliðið vor. Ásta Guðrún sagði þá að ágreiningurinn snerist um innra skipulag þingflokksins. Þar sem ágreiningurinn væri milli sín og meirihluta þingflokksins hefði hún ákveðið að stíga til hliðar. 

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV