Fullir vasar er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu frá kappanum sem mun bera nafnið ÍNÓTT. Lagið „Enginn mórall“ var vinsælasta lag ársins á Spotify á Íslandi í fyrra með tæplega milljón spilanir, og Aron Can var tilnefndur sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum á dögunum.