Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Árangurslausar viðræður um frið í Líbíu

09.02.2020 - 03:06
epa08198168 Ghassan Salame, Special Representative of the United Nations Secretary-General and Head of the United Nations Support Mission in Libya, informs the media about the meeting of the 5+5 Libyan Joint Military Commission at the European headquarters of the United Nations in Geneva, Switzerland, 06 February 2020.  EPA-EFE/MARTIAL TREZZINI
Ghassan Salame, sérlegurerindreki SÞ í málefnum Líbíu og formaður sendinefndar samtakanna þar í landi, tilkynnir lok viðræðnanna í Genf. Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Óbeinum viðræðum fulltrúa stríðandi fylkinga í Líbíu, með milligöngu erindreka Sameinuðu þjóðanna, lauk í gær án þess að nokkuð þokaði í samkomulagsátt.

Fimm fulltrúar Trípólístjórnarinnar, sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum og meirihluta ríkja heims, og jafnmargir fulltrúar stríðsherrans Khalifa Haftars, fóru til Genfar fyrr í vikunni, til að leita leiða til að koma á varanlegu vopnahléi og binda enda á borgarastríðið í landinu. Viðræðunefndirnar hittust ekki augliti til auglitis, heldur var rætt við þær hvora í sínu lagi.

Í yfirlýsingu frá sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í Líbíu er stríðsaðilum þakkað fyrir að hafa sent viðræðunefndir til Genfar. Afrakstur viðræðnanna muni nýtast sem grunnur að frekari viðræðum síðar. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV