Annar flugmannanna læstur úti

26.03.2015 - 00:22
ALTERNATE CROP TO CIP111 - Rescue workers work on debris at the plane crash site near Seyne-les-Alpes, France, Wednesday, March 25, 2015, after a Germanwings jetliner crashed Tuesday in the French Alps. French investigators cracked open the badly damaged
Björgunarmenn að störfum á slysstað Mynd: AP
Svo virðist sem annar flugmanna GermanWings-vélarinnar sem fórst í frönsku Ölpunum í gærmorgun hafi verið læstur úti. Þetta ráða menn af upptökum úr hljóðrita vélarinnar, sem tókst að bjarga úr brakinu.

New York Times greinir frá þessu og vitnar í háttsettan yfirmann í franska hernum sem tekur þátt í rannsókn slyssins. Heimildarmaðurinn óskar nafnleyndar, en haft er eftir honum að samtal flugmannanna hafi verið rólegt og yfirvegað framan af fluginu, en síðan virðist sem annar þeirra bregði sér út úr stjórnklefanum og komist ekki inn í hann aftur.

"Náunginn fyrir utan bankar létt á hurðina en fær ekkert svar," segir hinn nafnlausi heimildarmaður. "Þá er barið aftur og fastar, en ekkert svar. Það kemur aldrei neitt svar. Og maður heyrir að hann er að reyna að brjóta upp dyrnar."

Þessar upplýsingar vekja jafn margar spurningar og þær svara. "Við vitum ekki enn hvers vegna annar þeirra fór fram," sagði heimildarmaðurinn, "en við vitum að undir lokin er aðeins einn flugmaður í stjórnklefanum og sá neitar að opna fyrir félaga sínum." 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi