Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Annar fanginn fundinn

15.02.2016 - 18:10
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Annar fanganna tveggja sem struku úr fangelsinu að Sogni, er kominn í leitirnar. Hann er nú í haldi lögreglu og verður fluttur til afplánunar aftur innan skamms, að sögn Halldórs Vals Pálssonar, fangelsisstjóra á Litla-hrauni og Sogni.

Leit að hinum fanganum stendur enn yfir og er í höndum lögregluembættanna á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Fangarnir eru ungir að árum. Þeir hafa ekki hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot og eru ekki taldir hættulegir. Fangelsisyfirvöld hafa ástæðu til að reyna að vista þá við opnar aðstæður, að sögn Halldórs Vals. Annar fanganna strauk einnig úr fangelsinu á Kvíabryggju í fyrra.