Anna Halldórs, Siouxsie and the Banshees og MSG

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Anna Halldórs, Siouxsie and the Banshees og MSG

10.01.2020 - 17:26

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Anna Halldórsdóttir tónlistarkona og tónskáld frá Akranesi. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er plata sem heitir Assault Attack og er þriðja plata hljómsveitarinnar The Michael Schenker Group. Michael Schenker sem er þjóðverji, gítarleikari sem var eina tíð í Scorpions ásamt Rudolf Schenker bróður sínum t.d.

Assault attack er eina plata Michaal Schenker Group þar sem Graham Bonnet sem hafði áður verið í Rainbow með Ritchie Blackmore, syngur.

Platan var tekin upp í Frakklandi, í Château d'Hérouville, ekki langt frá París og upptökustjóri var Martin Birch sem gerði margar plötur með Deep Purple, Fleetwood Mac, Whitesnake og margar bestu plötur Iron Maiden.

Michael Schenker kom til Englands frá Japan í ágúst 1981, en í Japan hafði hann hljóðritað tónleikaplötuna One Night at Budokan. Sveitin fór þá í stuttan túr um Bretland og að honum loknum stungu menn saman nefjum og voru að ræða að þá vantaði eiginlega nýjan söngvara í hljómsveitina, þeir voru ekki nógu ánægðir með Gary Barden sem var að syngja með þeim þá. Umboðsmaður sveitarinnar og trommarinn Cozy Powell vildu tala við David Coverdale söngvara Whitesnake um að koma og syngja með þeim, en Schenker sjálfur vildi fá Graham Bonnet sem hafði gert góða hluti með Rainbow. Það endaði þannig að umboðsmaðurinn hætti að vinna með hljómsveitinni og Graham Bonnet gekk til liðs við sveitina í febrúar 1982.

Powell hætti líka um þetta leiti, sem og hljómborðsleikarinn Paul Raymond og í þeirra stað komu skoski trommarinn Ted Mckenna sem hafði spilað mikið með Rory Gallagher og hljómborðsleikarinn Tommy Eyre sem hafði td. spilað með Joe Cocker á Woodstock og átti síðar eftir að verða tónlistarstjóri Wham.
Eftir fjögurra mánaða æfingar og lagasmíðar var svo farið til Frakklands í þessa gömlu villu eða kastala sem Château d'Hérouville er, og með þeim var upptökustjórinn Martin Birch sem var þá nýbúinn að gera Number of the beast með Iron Maiden.

Plötunni var nokkuð vel tekið, sér í lagi meðal ungmenna þess tíma sem keyptu Bravo.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20

Hér er lagalistinn:
Bubbi - Hrognin eru að koma
Jerry Lee Lewis - Great balls of fire
Rolling Stones - Not fade away
Howlin Wolf - Little red rooster
Elvis Presley - Burnin love
Led Zeppelin - Achilles last stand
R.E.M. - Discoverer
VINUR ÞÁTTARINS
Mott The Hoople - All the way from Memphis
SÍMATÍMI
Michael Schenker Group - Samurai (plata þáttarins)
Ring of Gyges - Andvaka (óskalag)
Lamb of God - Engage the fear machine (óskalag)
Bad Company - Feel like makin love (óskalag)
Pat Benatar - All fired up (óskalag)
Iron Maiden - Prowler (óskalag)
Van Halen - And the cradle will rock
GESTUR FUZZ - ANNA HALLDÓRSDÓTTIR
Police - Every little thing she does is magic
ANNA HALLDÓRS II
Siouxsie and the Banshees - Cascade
ANNA HALLDÓRS III
Siouxsie and the Banshees - Green fingers
Michael Scenker Group - Assault attack (plata þáttarins)
Rush - Spirit of radio (RIP Neil Peart)
Neil Young - Peace trail

Tengdar fréttir

Tónlist

Ólafur Örn, Rage Against the Machine og U2

Tónlist

Gummi Jóns - U2 og Queen

Tónlist

Davíð Þór, Stranglers og Kiss

Tónlist

Hera Björk, Whitesnake, Televison og Jimi Hendrix