Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Aníta í flokk með Usain Bolt

Mynd með færslu
 Mynd:

Aníta í flokk með Usain Bolt

14.07.2013 - 13:43
Aníta Hinriksdóttir setti mótsmet í 800 metra hlaupi kvenna þegar hún hljóp til sigurs og varð heimsmeistari í greininni á HM 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu í dag. Margir þekktir frjálsíþróttamenn eiga mótsmet á HM 17 ára og nægir að nefna Usain Bolt í 200 metra hlaupi.

Usain Bolt sem er Ólympíumeistari í 100 m, 200 m og 4 x 100 m hlaupi frá því í London í fyrra en hann setti mótsmet á HM 17 ára og yngri í 200 m hlaupi á mótinu árið 2003.

Kirani James sem er Ólympíumeistari í 400m hlaupi frá því í London í fyrra á líka mótsmet á HM 17 ára og yngri. Hann setti það í 400 m hlaupinu árið 2009.

Þá má líka nefna ástralska kúluvarparann Valerie Adams sem einnig er Ólympíumeistari, en hún setti mótsmet á HM 17 ára og yngri í kúluvarpi árið 2001.

Tengdar fréttir

Frjálsar

Myndskeið af verðlaunaafhendingu Anítu

Frjálsar

Aníta: Átti ekki von á yfirburðunum

Frjálsar

Hlaupið hennar Anítu í heild sinni

Frjálsar

Aníta heimsmeistari