Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Aníta heimsmeistari

Mynd með færslu
 Mynd:

Aníta heimsmeistari

14.07.2013 - 13:32
Aníta Hinriksdóttir, 17 ára hlaupakona úr ÍR, kom langfyrst í mark í úrslitum í 800 metra hlaupi á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í Donetsk í Úkraínu í dag og er því heimsmeistari í greininni í aldursflokknum.

Aníta hljóp á tímanum 2 mínútum og 1,13 sekúndum og bætti þar með mótsmetið en var rétt við Íslandsmet sitt sem er 2 mínútur og 0,49 sekúndur. Hún var önnur á eftir bandarísku stúlkunni Raevin Rogers fyrstu 400 metrana en tók þá forystuna og hélt henni allt til enda. Önnur varð Dureti Edao frá Eþíópíu á tímanum 2 mínútum og 3,25 sekúndum en þriðja hin bandaríska Rogers á 2 mínútum og 3,32 sekúndum.

Aníta er fyrst íslenskra keppanda til þess að komast á pall í frjálsum íþróttum á HM 17 ára og yngri og þá er hún fyrsti Íslendingurinn sem fagnar heimsmeistaratitli í frjálsíþróttum ungmenna.

Tengdar fréttir

Frjálsar

Myndskeið af verðlaunaafhendingu Anítu

Frjálsar

Aníta: Átti ekki von á yfirburðunum

Frjálsar

Hlaupið hennar Anítu í heild sinni

Frjálsar

Aníta í flokk með Usain Bolt