Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Aníta: Átti ekki von á yfirburðunum

Mynd með færslu
 Mynd:

Aníta: Átti ekki von á yfirburðunum

14.07.2013 - 15:44
„Svona hröð hlaup henta mér vel. Ég á meiri möguleika á því að vinna þá,“ sagði sigurreif Aníta Hinriksdóttir þegar Benedikt Grétarsson íþróttafréttamaður náði tali af henni áðan. Aníta varð í dag heimsmeistari 17 ára og yngri í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu.

„Ég átti nú ekki von á svona miklum yfirburðum, en ég stefndir samt á þetta,“ sagði Aníta sem hljóp í dag á 2:01,13 mínútum og setti um leið mótsmet á HM 17 ára og yngri í frjálsíþróttum.

Aníta náði forystunni eftir tæplega 400 metra. „Hún keyrði svo hratt þessi bandaríska og mér fannst kominn tími á að reyna að taka fram úr henni á þessum tímapunkti,“ sagði Aníta sem fær litla hvíld fram að næsta móti. Aníta heldur nú til Ítalíu þar sem hún keppir á Evrópumóti 19 ára yngri í Rieti, en mótið hefst seinna í vikunni og eru svo úrslit 800 metra hlaupsins á laugardag.

Símaviðtalið við Anítu má heyra með því að smella á myndina hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Frjálsar

Myndskeið af verðlaunaafhendingu Anítu

Frjálsar

Hlaupið hennar Anítu í heild sinni

Frjálsar

Aníta í flokk með Usain Bolt

Frjálsar

Aníta heimsmeistari