Angelina Jolie sækir um skilnað

20.09.2016 - 14:52
Bandaríska kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie hefur ákveðið að skilja við eiginmann sinn Brad Pitt. Léttfréttaveitan TMZ greinir frá þessu í dag. Þau hafa verið par síðan þau léku saman í kvikmyndinni Herra og frú Smith árið 2005 og gengu í hjónaband í ágústmánuði 2014.

Að sögn TMZ er ástæðan fyrir skilnaðinum óyfirstíganlegur ágreiningur. Jolie lagði fram skilnaðarpappírana í gær. Þar óskar hún eftir því að fá forræði yfir sex börnum þeirra hjóna.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi