Andri Hjörvar tekur við Þór/KA

Mynd með færslu
 Mynd: Þór/KA

Andri Hjörvar tekur við Þór/KA

06.10.2019 - 14:00
Andri Hjörvar Albertsson er nýr þjálfari Þórs/KA í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Andri Hjörvar tekur við starfinu af Halldóri Jóni Sigurðssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2017. Andri hefur verið aðstoðarmaður Halldórs þann tíma auk þess að vera yfir yngri flokkum félagsins.

„Ég er spenntur fyrir verkefninu. Framundan eru spennandi tímar í kvennaboltanum á Akureyri og ég er þakklátur stjórn Þórs/KA fyrir tækifæri til að takast á við þetta verkefni og stýra því ásamt því góða fólki sem er til staðar innan klúbbsins,“ er haft eftir Andra Hjörvari á heimasíðu félagsins.

Þór/KA lenti í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar á nýliðinni leiktíð, 22 stigum á eftir Íslandsmeisturum Vals.