Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Amnesty: Stríðsglæpir framdir í Jemen

12.07.2018 - 18:02
epa06808617 A member of Yemeni government forces fires a heavy machine gun during an offensive against Houthi positions on the outskirts of the western port city of Hodeidah, Yemen, 14 June 2018. According to reports, Yemeni government forces backed by
 Mynd: EPA
Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að ástandið í suðurhluta Jemen sé afar slæmt og þar fremji hersveitir Sameinuðu arabísku furstadæmanna og her Jemen fremji þar gróf mannréttindabrot á borð við kerfisbundin mannrán og pyntingar.

Þetta fullyrða samtökin í nýrri skýrslu sem ber titilinn „Guð veit ef hann er á lífi“ - Kerfisbundið brottnám fólks og brot á föngum í suðurhluta Jemen.

Þar segir að tugir manna hafi horfið eftir að hafa verið teknir höndum án nokkurrar ástæðu af sveitum hermanna frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og jemenskum starfsbræðrum þeirra sem stjórnvöld beggja ríkja hafi enga stjórn á.

Mennirnir sæta pyntingum og óttast er að einhverjir hafi látist í varðhaldi. Fjölskyldur þeirra fái engin svör frá hermönnunum og óvissan sé þeim gríðarlega erfið segir Tirana Hassan hjá Amnesty.

Tugum fanga hafi verið sleppt á undanförnum vikum, þar á meðal nokkrum sem talið var að væru af. Sumir voru í varðhaldi án nokkurrar ástæðu í meira en tvö ár.

Samtökin hafa rannsakað mál 51 manna sem verið hafa í haldi hermanna á tímabilinu mars 2016 til maí 2018 í héröðunum Aden, Lahj, Abyan, Hadramawt og Shabwa. Flestum mannana var rænt og enn er 19 saknað. Rætt var við 75 manns, þar á meðal fyrrum fanga, ættingja, baráttufólk og embættismenn.

epa06805290 Yemeni forces backed by the Saudi-led coalition take position during an attack on the port city of Hodeidah, on the outskirts of Hodeidah, Yemen, 13 June 2018. According to reports, Yemeni government forces backed by the Saudi-led coalition
Frá Hodeida Mynd: EPA

Raflost og kynferðislegt ofbeldi

Í skýrslunni segir að grófar pyntingar séu stundaðar í gæsluvarðhaldsmiðstöðvum sem hersveitirnar reki. Fyrrum fangar og ættingjar lýsa barsmíðum, fangar fái raflost og séu beittir kynferðislegu ofbeldi. Einn fyrrum fangi segist hafa séð annan fanga settan í líkpoka eftir að hafa mátt þola miklar pyntingar.

„Ég sá eitthvað sem ég vil aldrei sjá aftur. Þú sást ekki einu sinni til sólar á þessum stað,“ sagði einn fangi um Waddah Hall, óopinbera gæsluvarðhaldsmiðstöð í Aden sem rekin er af hersveitum heimamanna sem eiga að berjast gegn hryðjuverkum. Hann sagðist hafa fengið ítrekuð raflost af hendi hermanna á meðan hann var vistaður þar.

Annar maður sagðist hafa verið settur ofan í holu með einungis höfuðið upp úr. Þar hafi hann dvalið löngum stundum og fékk ekki að fara upp úr henni til að gera þarfir sínar. Auk þess var hann beittur grófu kynferðislegu ofbeldi.

Neita sök

Sameinuðu arabísku furstadæmin eru hluti bandalags undir stjórn Sádí-Arabíu sem réðst inn í Jemen í mars 2015. Þau hafa komið á fót sveitum vopnuðum heimamanna, þjálfað þær, afhent þeim vopn og fjármagnað. Amnesty halda því fram að furstadæmin hafi farið fram hjá æðstu leiðtogum Jemen og eigi í beinu samstarfi við yfirmenn í öryggissveitum Jemen.

Samtökin segja að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi komið á fót eigin valdakerfi í Jemen þar sem hermenn þeirra haga sér eftir hentisemi og sæti ekki nokkru eftirliti. Stjórnvöld í Jemen hafi greint nefnd sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna að þau hafi enga stjórn yfir sveitum sem þjálfarar og fjármagnaðar eru af furstadæmunum.

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ávallt neitað því að hersveitir þeirra taki þátt í að illri meðferð á jemenskum borgurum.

epa06805289 Yemeni forces backed by the Saudi-led coalition take position during an assault on the port city of Hodeidah, on the outskirts of Hodeidah, Yemen, 13 June 2018. According to reports, Yemeni government forces backed by the Saudi-led coalition
 Mynd: EPA