„Amma var ungfrú Reykjavík árið 1959“

Mynd: RÚV / RÚV

„Amma var ungfrú Reykjavík árið 1959“

14.02.2020 - 15:11

Höfundar

Söngkonuna Nínu Dagbjörtu, sem tekur þátt í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í Háskólabíói á morgun, þekkja glöggir tískusérfræðingar í sjón en hefur hún starfað sem módel samhliða söngnum síðustu þrjú ár.

„Ég var svo heppin að kynnast honum Gunnari ljósmyndara og hann ákvað að senda nokkrar myndir af mér í alþjóðlega ljósmyndakeppni. Okkar mynd var valin til að vera sett upp á Feneyjatvíæringnum og það var mikill heiður fyrir okkur að fá að vera hluti af því,“ segir Nína Dagbjört stolt.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ester Garðarsdóttir

Hún á ekki langt að sækja hæfileika sína á módelsviðinu, amma hennar heitin var kjörin ungfrú Reykjavík árið 1959 og starfaði bæði sem tískufyrirsæta og söngkona. Móðir Nínu, Rúna Stefáns, er einnig söngkona og fyrrverandi Eurovision-fari og verður hún í bakröddum með dóttur sinni annað kvöld. „Ég held það sé í blóðinu að fara út í þennan bransa,“ segir Nína. 

Nína Dagbjört verður fjórða á svið annað kvöld og flytur lagið Ekkó. Rætt var við hana í þættinum #12stig sem verður á dagskrá RÚV í kvöld kl. 19:45.

Tengdar fréttir

Popptónlist

„Ég ætlaði aldrei að koma aftur að þessu“

Popptónlist

„Þetta lag minnir mig á mömmu“