Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesi

12.10.2019 - 13:55
Mynd: Landhelgisgæslan / Landhelgisgæslan
Alvarlegt umferðarslys varð á sunnanverðu Snæfellsnesi, í grennd við bæinn Gröf við Kleifá, rétt eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er talið að bíll hafi farið út af veginum. Fimm voru í bílnum, tveir eru alvarlega slasaðir og þrír minna. Veginum var lokað um hríð en vegna slyssins en umferð hefur verið hleypt í gegn að nýju.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og eru nú báðar komnar til Reykjavíkur.

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan

Þær upplýsingar fengust frá Lögreglunni á Vesturlandi að unnið sé að rannsókn málsins. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar sem stendur.

Ekki fengust upplýsingar frá Landspítalanum um líðan fólksins að svo stöddu. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum þurfti ekki að lýsa yfir ákveðnu viðbúnaðarstigi eða grípa til sérstakra ráðstafana á spítalanum vegna málsins.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Þórisson - RÚV
Katrín Ásmundsdóttir
vefritstjórn
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV