Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Alþýðufylkingin með RÚV-snappið í dag

06.10.2016 - 09:31
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þessa dagana er RÚV-snappið í höndum fólks sem er í framboði í Alþingiskosningunum. Frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar, Þorvaldur Þorvaldsson, verður með snappið í dag. Þar verður hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur.

Þeir sem eru með Snapchat geta skannað kóðann, sem hér fylgir, inni í forritinu eða einfaldlega leitað uppi notandanafnið ruvsnap. Snapchat er hægt að nálgast ókeypis í Google Play og Appstore.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Snapchat

Dagskrá RÚV-snappsins:

 • 3. okt: Píratar
 • 4: okt: Björt framtíð
 • 5. okt: Húmanistar
 • 6. okt: Alþýðufylkingin
 • 10. okt: Framsóknarflokkurinn
 • 11. okt: Sjálfstæðisflokkurinn
 • 12. okt: Samfylkingin
 • 13. okt: Flokkur fólksins
 • 17. okt: Viðreisn
 • 18. okt: Vinstri hreyfingin grænt framboð
 • 19. okt: Dögun
 • 20. okt: Íslenska þjóðfylkingin