Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Alþjóðleg rannsókn hafin á morðinu á Khashoggi

28.01.2019 - 19:39
Mynd með færslu
Agnes Callamard, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, og Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í Ankara í dag.  Mynd:
Alþjóðleg rannsókn Sameinuðu þjóðanna á morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófst í dag.

 

Agnes Callamard, mannréttindasérfræðingur Sameinuðu þjóðanna, sem fer fyrir rannsókninni, kom til Ankara í Tyrklandi og hitti utanríkisráðherra Tyrklands, en hún kemur til með að dvelja í Tyrklandi í viku.

Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl 2. október.

Tyrknesk stjórnvöld fóru fram á rannsóknina og segja að yfirvöld í Sádi-Arabíu hafi ekki sýnt neinn samstarfsvilja.

Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa ákært ellefu manns fyrir aðild að morðinu og krefjast dauðarefsingar yfir fimm þeirra.