Alþingi fjalli um frumvarp um tjáningarfrelsi

12.01.2020 - 09:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Eiríkur Jónsson, prófessor í lögfræði og dómari við Landsrétt, hvetur allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis til að taka til umfjöllunar lagafrumvarp sem ætlað er að styrkja tjáningarfrelsi blaðamanna. Þetta kemur fram í umsögn Eiríks um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um endurgreiðslur vegna ritstjórnarkostnaðar.

Í umsögn sinni segist Eiríkur ekki ætla að taka afstöðu til frumvarpsins „en telur ástæðu til að vekja athygli virðulegrar allsherjar- og menntamálanefndar á því að meðal þeirra níu frumvarpa sem nefnd undir minni forystu skilaði af sér veturinn 2018-2019 (nefnd um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis) var frumvaip til laga um breytingu á lögum um fjölmiðla (endurkröfur blaðamanna og fjölmiðlaveitna). Með frumvarpinu var stefnt að því að bæta réttarstöðu blaðamanna vegna greiðslu skaðabóta sem þeim kann að vera gert að greiða. Með því var stefnt að því að styrkja tjáningarfrelsi enda var mat nefndarinnar að núverandi réttarástand skapaði hættu á sjálfsritskoðun af hálfu blaðamanna og þar með kælingaráhrifum á tjáningarfrelsi,“ segir í umsögn Eiríks.

Eiríkur bendir á að frumvarpið hafi verið afgreitt einróma af nefndinni um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsis, þar sem meðal annars hafi setið fulltrúar fjögurra ráðuneyta (þar á meðal mennta- og menningarmálaráðuneytisins), auk forystufólks Blaðamannafélags íslands og IMMI. Eftir afgreiðslu nefndarinnar hafi frumvarpið farið í Samráðsgátt stjómvalda þar sem engin athugasemd hafi komið fram.

„Af einhverjum ástæðum hefur frumvarpið þó ekki enn verið lagt fram á Alþingi og það frumvarp sem þar liggur fyrir tekur ekki á þeim atriðum sem frumvarp nefndarinnar laut að. I ljósi framangreinds hvet ég allsherjar- og menntamálanefnd til þess að taka umrætt frumvarp nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, Ijölmiðla- og upplýsingafrelsis til athugunar, í væntanlegri umfjöllun um lög um fjölmiðla, enda liggur frumvarpið fullbúið fyrir og það var mat þeirra sem að því unnu að frumvarpið væri til þess fallið að styrkja tjáningarfrelsi,“ segir Eiríkur í umsögninni.