Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Alþekkt að nota ónafngreinda embættismenn

08.04.2014 - 19:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Pia Hanson forstöðumaður Alþjóðmálastofnunar segir að það sé alþekkt og viðurkennd aðferð innan háskóla að ræða við ónafngreinda embættismenn þegar skýrslur eru gerða um mál þar sem engin opinber gögn liggja fyrir.

Tvær skýrslu eru komnar út um stöðuna í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir nokkru skýrslu að beiðni utanríkisráðherra. Gunnar Haraldsson forstöðumaður hagfræðistofnunar segir að utanríkisráðherra hafi ekki haft nein áhrif á það hvernig skýrslan var unnin né heldur hverjir voru fengnir til að gera skýrsluna. 

"Viðfangsefnið var klárt enda komi það fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að það ætti gera úttekt á stöðu mála í dag. Skýrsluhöfundar  fengu ekki forskrift frá ráðuneytinu að öðru leyti. Ekki um hver efnistökin ættu að vera né heldur hverjir yrðu fengnir til að vinna skýrsluna. Þetta var algjörlega okkar ákvörðun og okkar vinna," segir Gunnar

 
Pía segir að vinnsla hennar skýrslu hafi verið á svipuðum nótumn og Gunnar lýsir samskiptum við utanríkisráðuneytið. Hún segir að aðilar vinnumarkaðrins hafi leitað til stofnunarinnar.

" Þeir lögðu fram ákveðnar spurningar um stöðu aðildarviðræðurna og vildu að gerð yrði grein fyrir sérstaklega sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og peningamálum. Þeir höfðu enginn áhrif á innihald skýrslunar né hverjir unnu að henni. Niðurstaðan var ekki pöntuð," segir Pia.

Ýmsir hafa gagnrýnt skýrslu Alþjóðamálastofnunar, sérstaklega að stuðst sé við upplýsingar frá ónafngreindum embættismönnum. Í skýrslu Hagfræðistofnunar er líka minnst á ónafngreinda embættismenn en í mun minna mæli en í skýrslu Alþjóðamálastofnunar.

"Þetta er leið sem þarf að nota og sem er akademísk viðurkennd leið. Þetta er aðferð sem oft
er notuð og það þarf ekki að lesa margar skýrslur til að komast að því. Þegar talað er um svona mál þar sem  opinber gögn liggja ekki  fyrir um er eðlilegt að ræða við embættismenn. Við töluðum bæði við erlenda og innnlenda embættismenn. Með því að óska eftir nafnleynd geta þeir sagt meira. Þetta er alþekkt," segir Pia