Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Almenningur hrifnastur af Sigríði

15.03.2012 - 12:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Sigríður Guðmarsdóttir nýtur mests stuðnings almennings í embætti biskups Íslands, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Átta sækjast eftir embættinu en póstkosningu lýkur á mánudag.

Einungis 46 prósent þeirra sem lentu í úrtakinu tóku afstöðu til biskupsefnanna. Þar af styðja 23 prósent Sigríði en 21 prósent Þórhall Heimisson. Tólf prósent nefndu Örn Bárð Jónsson og jafnmargir Agnesi M. Sigurðardóttur. Sex prósent styðja Kristján Val Ingólfsson og jafn margir Gunnar Sigurjónsson. Loks nefndu þrjú prósent Sigurð Árna Þórðarson og eitt prósent Þóri Jökul Þorsteinsson. 17 prósent styðja ekkert þessara biskupsefna. 

Tæplega 500 manns, leikir og lærðir innan kirkjunnar, kjósa biskup.