Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Almannavarnir lækka viðbúnaðarstig

08.12.2010 - 16:59
Mynd með færslu
 Mynd:
Almannavarnir hafa ákveðið að lækka almannavarnastigi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli frá neyðarstigi niður á óvissustig.

Í tilkynningu kemur fram að síðustu merki um eldgos voru í byrjun júní, en vegna þekktrar sögu eldfjallsins um löng hlé á umbrotum var ekki talið óhætt að aflétta viðbúnaði strax. Í ljósi þess að langur tími er nú liðinn án gosvirkni og vísindamenn fullyrði að nýr atburður í jöklinum hefði greinilegan fyrirvara, hefur verið ákveðið að lækka almannavarnastig. Óvissustig er lægsta almannavarnastigið og með því að hafa það í gildi er verið að tryggja að áfram verið vöktun og eftirlit með eldfjallinu.