„Alltaf jafn niðurdrepandi að sjá þetta"

07.05.2014 - 10:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Formaður umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð segir það alltaf jafn niðurdrepandi að sjá losun kísilryks í járnblendiverksmiðsjunni á Grundartanga. Engin leið sé til að vita hversu oft efnin séu losuð út í andrúmsloftið. Til stendur að stækka iðnaðarsvæðið um 85 hektara á næstunni.

Þéttur mökkur af kísilryki steig upp frá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga í morgun, þar sem svokölluð reyklosun fór fram. Ástæðan er viðhald í hreinsikerfi, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Reyklosunin stóð í 11 mínútur og um 250 kíló af kísilryki fóru út í andrúmsloftið.

Þórarinn Jónsson, bóndi á Hálsi í Kjós í Hvalfirði, segir losunina hafa komið annað slagið í morgun. Þetta sé langt frá því að vera einsdæmi, en í raun sé engin leið að vita hversu oft rykið er losað úr verksmiðjunni. Tilfinning hans sé að losunin eigi sér stað ansi oft. 

„Þessu var dúndrað út í morgun og svo leið rúmur klukkutími þar til það kom aftur risastór mökkur og skuggi kemur yfir Akrafjallið," segir hann. „Áhrifin eru svo mikil, sérstaklega í svona veðri eins og er í dag. Það er alltaf er jafn niðurdrepandi að sjá þetta gerast." 

Þórarinn er formaður Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð. Hann bendir á að á morgun verði nýtt skipulag á svæðinu kynnt þar sem til stendur að stækka iðnaðarsvæðið á Grundartanga um 85 hektara. 

„Ég skil ekki hvað Hvalfjarðarsveit gengur til," segir hann. „Þó að það komi fram í öllum skýrslum frá verksmiðjunum að losanir og umhverfisáhrif séu innan marka, þá setur maður spurningarmerki við hver þau mörk séu."

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi