Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Alltaf gott þegar Danir koma með bækur

Mynd með færslu
 Mynd:

Alltaf gott þegar Danir koma með bækur

01.12.2018 - 22:28

Höfundar

Margrét Þórhildur Danadrottning gaf íslensku þjóðinni heildarútgáfu á skrifum Kristjáns X. varðandi málefni Íslands á árunum 1912 til 1932. Í sinni upprunalegu mynd fylltu minnispunktarnir konungsins 444 handskrifaðar síður sem hafa hingað til ekki verið aðgengilegar almenningi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók við gjöfinni frá drottningunni. Hann sagði við það tækifæri að það væri alltaf gott þegar Danir koma með bækur til Íslands. Minnispunktar konungs eru ómetanlegar heimildir um samskipti Íslands og Danmerkur í aðdraganda og kjölfar þess að Ísland fékk fullveldi og um það hvernig konungurinn brást við kröfum Íslendinga.

Í útgáfunni sem Danadrottning gaf Íslendingum má lesa dagbókarbrot afa hennar, Kristjáns X. sem hann skrifaði um fullveldisdrauma Íslendinga og meira um íslensk stjórnmál. Kristján var konungur í Danmörku frá 1912 til dauðadags 1947.

Tengdar fréttir

Innlent

Lögreglan greiddi leið smørrebrøds í miðbænum

Innlent

Forsetahjónin taka á móti Danadrottningu

Stjórnmál

Lars Løkke fagnar með Íslendingum