Lögreglan vísaði ólátaseggjunum af velli og gat dómarinn flautað leikinn aftur á um hálftíma síðar. Hvorugu liðinu tókst þó að bæta við mörkum en Arnór Smárason nældi sér hins vegar í gult spjald, líkt og Birkir Már Sævarsson í fyrri hálfleik, en báðir leika þeir með Hammarby. Ögmundur Kristinsson leikur einnig með Hammarby og var hann á sínum stað í markinu í kvöld.
Í hinum leik kvöldsins í sænska boltanum gerðu IFK Gautaborg og Gefle 3-3 jafntefli, en Elías Már Ómarsson leikur með Gautaborg. Gefle komst yfir á sjöundu mínútu en Emil Salomonsson jafnaði fyrri Gautaborg og fáum mínútum síðar kom Sören Rieks liðinu yfir. Martin Rauschenberg, sem lék með Stjörnunni frá 2013-2014 jafnaði metin fyrir Gefle úr vítaspyrnu á 70. mínútu. Jakob Ankersen kom Gautaborg þó aftur yfir á 81. mínútu en Joshua Nadeau jafnaði á lokamínútu leiksins. Þetta reyndist mikilvægt stig fyrir Gefle en liðið er í fallbaráttu í næstneðsta sæti deildarinnar.
Kári Árnason og félagar í Malmö eru í efsta sæti deildarinnar með 60 stig en AIK og Norrköping eru í 2. og 3. sæti með 53 stig. Hammarby er í áttunda sæti með 38 stig en Djurgården er í því tíunda með 34 stig.