Fram að þessu hefur lítið komið fram um söguþráð Ófærðar 2 en stiklan, sem frumsýnd er hér, varpar ljósi á ýmislegt sem hingað til hefur einungis verið ýjað að.
Í grunninn virðast þættirnir fjalla um rannsókn á andláti tveggja manna. En söguþráðurinn er öllu flóknari en það segir Baltasar Kormákur leikstjóri. „Áhorfendur mega búast við seríu sem er lík þeirri fyrri, en að mörgu leyti mjög ólík.“