„Við hefðum viljað þetta í minni skömmtum en við stjórnum því engan veginn frekar en þurrkunum í sumar,“ segir Jón Þór.
Hafa ár og vötn flætt yfir bakka sína?
„Já og vel það. Ég held að úrkoman í gær í Borgarfirði og hérna í nágrenni við höfuðborgina hafi keyrt um þverbak. Það var allt orðið frekar blautt og grasið og náttúran hætt að taka við og þá skilar þetta sér allt beint út í árnar. Það er allt í foráttuflóðum held ég að mér sé óhætt að segja,“ segir Jón Þór.
Enn er veitt í ám víða. Jón segir að nú þurfi að beita öðrum aðferðum en í þurrkunum í sumar.
„Þá skriðum við á hnjánum með pínulitlar flugur. En nú þurfa menn að stækka flugurnar, jafnvel fara í sökklínur og beita öðru vísi kúnstum. Fiskurinn leitar upp í landið og er kannski ekki úti miðjum straumnum,“ segir Jón Þór.
Svona var Laxa í Kjós í júní: