Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Allir sem eiga mikinn pening geta fengið hjálp

Mynd: RÚV / RÚV

Allir sem eiga mikinn pening geta fengið hjálp

05.10.2019 - 11:25

Höfundar

Það eina sem maður þarf að gera er að hringja, mæta á svæðið og eiga mikinn pening og þá getur hver sem er fengið aðstoð í glímunni við hinar ýmsu raskanir og geðsjúkdóma. Lykillinn er að vera vel auðugur og þá eru manni allir vegir færir. Þetta er niðurstaða Steineyjar og Sigurlaugar í nýjasta þætti Heilabrota.

Í þættinum ræddu Sigurlaug Sara og Steiney við hóp einstaklinga sem öll eiga það sameiginlegt að vera með OCD eða áráttu- og þráhyggjuröskun. Í ljós kom meðal annars að það er ekki rétt að það sé hreint heima hjá þeim öllum, þau hafa ekki sett upp excelskjal í byrjun hvers dags til að skipuleggja daginn, það er ekki allt í röð og reglu og fleiri mýtur sem fylgja röskuninn eiga hreinlega ekki alltaf við. Það er líka hægt að fá aðstoð við að glíma við þráhyggjuna og auðvelda sér lífið með henni en til þess er best að leita til sálfræðings.

Það hafa að sjálfssögðu allir aðgang að sálfræðiþjónustu, eða hvað?

Steiney og Sigurlaug Sara könnuðu einkenni og afleiðingar áráttu- og þráhyggjuröskunnar í öðrum þætti Heilabrota. Þær ræddu við sérfræðinga um lausnir, hjálpuðu yfirmanni sínum að komast yfir afmarkaða fælni og hittu nokkra frambærilega kvíðasjúklinga. Heilabrot er á dagskrá RÚV á fimmtudagskvöldum en hægt er að horfa á þáttinn og eldri þætti í spilaranum.

Tengdar fréttir

Fóbía fyrir gubbi truflar framtíðar barneignir

Menningarefni

Sótti ekki bílinn í átta mánuði út af kvíða

Laugardagslög Söru og Steineyjar