Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Álfheiður biðst afsökunar

14.03.2011 - 16:51
Mynd með færslu
 Mynd:
Álfheiður Ingadóttir alþingismaður bað á Alþingi í dag sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi afsökunar á ummælum sem hún lét falla í umræðum á Alþingi fyrir skömmu um afgreiðslu á aðalskipulagi hreppsins. Hún segir ummælin hafa átt við sveitarstjórnarmenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en ekki Flóahreppi.

 Sveitarstjórn Flóahrepps fór þess formlega á leit við forseta Alþingis að hann beitti sér fyrir því að þeir alþingismenn sem hafa sakað sveitarstjórnarmenn í Flóahreppi um að þiggja mútur, bæðust afsökunar og drægju ummælin til baka. Það hefur Álfheiður Ingadóttir nú gert.