Liðsmenn Apparatsins eru þeir Hörður Bragason, Úlfur Eldjárn, Sighvatur Ómar Kristjánsson og trommarinn Arnar Geir Ómarsson, en Jóhann heitinn Jóhannsson var stofnmeðlimur áður en hann einhenti sér í kvikmyndatónlistina. Apparat hafa nýlokið við að spila á tvennum tónleikum í Kaupmannahöfn og vinna að breiðskífu um þessar mundir.