Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Aldrei meira sýnt frá EM í handbolta

Mynd með færslu
 Mynd:

Aldrei meira sýnt frá EM í handbolta

15.01.2012 - 16:42
Nú er EM í handbolta loksins hafið en opnunarleikurinn, leikur Þjóðverja og Tékka hófst kl. 16:20. Aldrei hafa jafn margir leikir verið sýndir á EM í handbolta og nú en sérstakar aukarásir hafa verið teknar í notkun til að fjölga sýndum leikjum og verða að jafnaði sendir út 3 handboltaleikir á dag.

Útsendingarnar ná til yfir 90% heimila í landinu í gegnum kerfi símafélaganna með IPTV (adsl) sjónvarpi, digital Ísland og örbylgju.

Dagskrá aukarásanna má nálgast hér en auk þess verða allir leikir á RÚV sendir út í HD fyrir þá sem geta náð slíkum útsendingum.

Vodafone EM er aðgengileg á rás 97 hjá þeim sem eru með Vodafone Sjónvarp um ADSL, ljósleiðara eða örbylgju en einnig er send út dagskrá í háskerpu á rás 96 hjá þeim sem geta náð slíkum útsendingum.

Sjónvarp Símans sendir Vodafone EM rásina einnig út,  á  rás 224 hjá viðskiptavinum Símans sem eru með Sjónvarp Símans. Dagskrá hennar er einnig send út í háskerpu á rás 223.

Til þess að fá inn rásirnar þarf að endurræsa myndlykil Sjónvarps Símans og sem fyrr segir er aukarásina að finna númer 224 og 223 í HD.

Þeir sem vilja ná stöðinni á örbylgju þurfa að framkvæma (sjálfvirka) leit.

Þeir sem vilja ná  háskerpustöðvunum í gegnum örbylgjuna gera það  með því að ná sér í svokallað CAM kort, sjá hér.

IPTV  (adsl) og ljósleiðara-viðskiptavinir þurfa ekkert að gera. Söðvarnar birtast í yfirlitinu sjálfkrafa.

Örbylgjusendingar Vodafone ná um allt höfuðborgarsvæðið, upp á Akranes og yfir til Reykjanesbæjar.