Í þættinum Konsert í kvöld heyrum við brot af því besta sem fór fram á Aldrei fór ég suður á Ísafirði um páskana - Rokkhátíð alþýðunnar eins og hátíðin er kölluð líka.
Í næsta þætti heyrum við það brot frá Laugardeginum en í kvöld er það föstudagskvöldið sem við einbeitum okkur að en þeir sem spiluðu þá eru í þessari röð:
Glowie
Apollo
Laddi
Páll Óskar
Agent Fresco
Strigaskór nr. 42
Öll dagskráin var send út beint á Rás 2 eins og undanfarin ár og í ár var líka sent út á RÚV 2 líka.
Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]