Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Aldrei fór ég suðurgata á Ísafirði

Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV

Aldrei fór ég suðurgata á Ísafirði

15.03.2017 - 16:56

Höfundar

Suðurgata á Ísafirði heitir nú Aldrei fór ég suðurgata. Rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, fer fram í skemmu sem stendur við Suðurgötu og því þótti viðeigandi að Suðurgata héti Aldrei fór ég suðurgata - um tíma.

Aldrei fór ég suðurgata liggur frá höfninni og að Neðsta kaupstað og þótt hún sé ekki löng þá eru fjölmörg fyrirtæki og stofnanir með aðsetur við götuna, til dæmis Háskólasetur Vestfjarða, Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vinnumálastofnun og Hafrannsóknastofnun.

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, afhjúpaði nafnið í dag en mánuður er í að Aldrei fór ég suður fer fram í 14. sinn. Afhjúpunin gekk ekki áfallalaust.

Mynd: Halla Ólafsdóttir / RÚV

Ísfirðingar létu þó ekki deigan síga og örfáum mínútum síðar var lyftari kominn á staðinn til að lyfta bæjarstjóranum í hæð skiltisins svo hægt væri að afhjúpa nýja nafnið. 

Mynd: Halla Ólafsdóttir / RÚV

Aldrei fór ég suður fer fram á föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska, 14. og 15. apríl. Á hátíðinni koma fram, meðal annarra, HAM, Emmsjé Gauti, Soffía Björg, Rythmatik og Mugison.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Allir fá eitthvað á Aldrei fór ég suður

Menningarefni

Nýr rokkstjóri Aldrei fór ég suður

Menningarefni

Aldrei fór ég suður: Áhrif á allt samfélagið

Menningarefni

Aldrei fór ég suður í nýtt húsnæði