Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Aldrei fleiri ferðamenn á Íslandi

06.09.2013 - 17:13
Mynd með færslu
 Mynd:
Aldrei hafa fleiri ferðamenn sótt Ísland heim en í nýliðnum ágúst. 132 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í mánuðinum.

Árið 2002 heimsóttu ríflega 50 þúsund erlendir ferðamenn Ísland í ágústmánuði, samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Nú í ágúst voru þeir 81 þúsund fleiri, eða tæplega 132 þúsund. Flestir voru ferðalangarnir frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Næstflestir frá Frakklandi og Bretlandi. 
Frá áramótum hafa tæplega 600 þúsund manns farið frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll, 94 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. 
En Íslendingar fara minna utan en áður. 240 þúsund Íslendingar hafa farið til útlanda á árinu, 2.500 færri en í fyrra.