Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Aldrei fleiri ernir

09.08.2014 - 16:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Aldrei hafa fleiri hafarnarpör verið talin á óðölum en í ár. 39 arnarungar komust á legg í sumar, samkvæmt árlegri talningu Náttúrufræðistofnunnar, náttúrustofu og fuglaáhugamanna. Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir að varpið hafi verið með besta móti.

„Varppörin í stofninum hafa aldrei verið fleiri, voru 73-74. Það komust núna 39 ungar á legg, sem er metjöfnun. Þannig að þetta er bara mjög fínt ár.“