Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Aldrei fleiri á vergangi í heiminum

18.12.2015 - 15:33
epa04973314 A boy carries his belongings upon his arrival on the island of Lesvos after having crossed the Aegean Sea from Turkey in a rubber dinghy, Lesvos island, Greece, 11 October 2015. A recently agreed European Union plan to relocate tens of
 Mynd: EPA - ANA-MPA
Útlit er fyrir að yfir sextíu milljónir manna verði á vergangi í heiminum áður en árið er á enda - fleiri en nokkurn tíma áður, svo vitað sé. Þetta jafngildir því að einn af hverjum 122 jarðarbúum hafi neyðst til að flýja heimili sitt. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem birt var í dag.

Samkvæmt tölum Flóttamannastofnunarinnar hefur næstum ein milljón manna hefur farið á bátum yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Fjölgun flóttafólks stafar aðallega af átökum í Sýrlandi og Úkraínu. Auk þess hafa þó fjölmargir hrakist á flótta í Afganistan, Sómalíu og Suður-Súdan. Um leið og flóttafólki fer fjölgandi, eru minni líkur en undanfarin 30 ár á að fólk geti snúið aftur heim.

Kári Gylfason
Fréttastofa RÚV