Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Aldrei aftur og Thom Yorke og Young á Bridge

Mynd með færslu
 Mynd: Aldrei fór ég suður

Aldrei aftur og Thom Yorke og Young á Bridge

28.04.2016 - 13:36

Höfundar

Í Konsert vikunnar verður boðið upp á 3 síðustu númerin sem spiluðu á laugardagskvöldinu á Aldrei fór ég suður um páskana, og svo upptökur frá 25 ára afmælisútgáfu Bridge School benefit concert sem Neil Young og Pegi - fyrri kona hans hafa staðið fyrir síðan 1986.

Í síðasta þætti heyrðum við í hljómsveitunum og listamönnunum;
GKR
Mamma hestur
Emilíana Torrini
Úlfur Úlfur
Risaeðlan

Í kvöld heyrum við restina af Risaeðlunni, tónleika Tonik Ensamble og Sykur sem var lokanúmer hátíðarinnar í ár.

Risaeðlan skreið úr hýði sínu til að spila í þetta eina skipt, en sveitin var og er skipuð þeim Möggu Stínu söngkonu og fiðluleikara, Halldóru Geirharðsdóttur söngkonu og saxafónleikara, Ívari Bongó Ragnarssyni bassaleikara, Þórarni Kristjánssyni trommara og Sigurði Guðmundssyni gítarleikara. Hljómsveitin var stofnuð 1984 og gaf út plötuna Fame and Fossils árið 1990. Eðlan starfaði með hléum næstu árin og gaf út svanasönginn, plötuna Efta! árið 1996 og urðu útgáfutónleikar þeirrar plötu að eiginlegum lokatónleikum sveitarinnar.

Eftir 20 ára hlé kom sveitin svo saman aftur á Aldrei fór ég suður - allt upphaflega bandið og við heyrum í Konsert vikunnar síðustu þrjú lögin sem sveitin spilaði, og síðan Tonik Ensamble og Sykur.

Síðasta hálftímann eða svo ætla ég svo að spila upptökur frá árlegum góðgerðatónleikum sem nefnast; The Bridge School benefit Concert - af diski sem gefinn var út í tilefni af 25 ára afmæli tónleikana sem hafa verið haldnir árlega síðan 1986. 

Tónleikarnir eru haldnir til styrktar skóla fyrir fjölfötluð börn sem fyrrum eiginkona Neil Young (Pegi Young) rekur.

Á Bridge vilja allir spila og allir spila órafmagnað. Tónleikarnir fara alltaf fram á sama stað í bæ skammt frá San Fransisco sem heitir Mountain View, í Shoreline Amphitheatre. Og á sviðinu fyrir aftan þar sem listamennirnir spila er pallur og þar eru krakkarnir úr skólanum í hjólastólunum sínum með aðstoðarmönnum sínum og mynda þannig einskonar leikmynd. Tónleikarnir eru fyrir krakkana í skólanum og þeir eru með, njóta tónleikanna og mynda einskonar leikmynd í leiðinni.

Meðal þeirra sem hafa komið fram á Bridge síðan 1986 eru: Bruce Springsteen, Metallica, Band of Horses, Paul McCartney, Thom Yorke úr Raidohead, Sonic Youth, Pearl Jam, Neil Young & Crazy Horse, REM, Tony Bennet, Jonathan Richman, Norah Jones, Elton John, Tom Waits, David Bowie, Tom Jones, Elvis Costello, Bob Dylan, Leonard Cohen, Beach Boys og margir fleiri.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Popptónlist

Jón og Friðrik á Heimavelli en Eivör HEIMA

Popptónlist

Aldrei föstudagur í Konsert

Popptónlist

Bryan Ferry í Hörpu 2012

Popptónlist

Meira helvíti - meiri blús!