Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Al-Thani gaf Erdogan lúxusþotu

17.09.2018 - 09:38
Erlent · Asía · Erdogan · Katar · mið-austurlönd · Tyrkland
Al-Thani gaf Erdogan einkaþotu
 Mynd: Wikimedia Commons
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fékk á dögunum að gjöf einkaþotu af stærstu gerð. Það mun hafa verið Sheikh Tamim bin Hamad al-Thani, emír af Katar, sem gerðist svo rausnarlegur.

Þotan er af gerðinni Boeing 747-8 og er verðmæti hennar um 400 milljón bandaríkjadollarar eða tæpir 44 milljarðar íslenskra króna.  Norski miðillinn E24 greinir frá þessu en ekki fylgir sögunni hvert tilefni gjafarinnar var.

Tók tvö ár að innrétta 

Það tók um tvö ár að innrétta þotuna en í henni eru meðal annars setustofur, stórt svefnherbergi, fundarherbergi og sjúkrahúsálma. Mest 76 geta verið í um borð í einu. Al-Thani fjölskyldan verður ekki í vandræðum með að komast á milli staða þó Erdogan hafi verið gefin þotan því fjórtán aðrar einkaþotur eru hennar eigu.

Hér má sjá myndir af þotunni.

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV