Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu

22.06.2019 - 00:16
epa00696280 (FILES) A file picture of rebels from the Justice and Equality Movement (JEM) along the border of Chad and Sudan 24 October 2004. Chad broke off diplomatic relations with Sudan on Friday 20 April 2006 and threatened to oust 200,000 Sudanese refugees in Chad and blamed Sudan's government for harbouring rebels in Darfur. Also on Friday the World Food Program (WFP) warned any continuation or escalation of the current conflict in Chad could leave up to 700,000 people short of food in both eastern Chad and across the border in the strife-torn Sudanese region of Darfur.  EPA/NIC BOTHMA
Uppreisnarmenn í Tjad. Mynd: EPA
Mahamat Nouri, leiðtogi uppreisnarmanna í Tjad var ákærður í París í dag fyrir glæpi gegn mannkyninu og fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar var talsmaður uppreisnarmannanna ekki ákærður, en er með stöðu grunaðs vitnis og gæti orðið ákærður síðar.

Honum er meðal annars gefið að sök að hafa vígbúið börn í hersveitum uppreisnarmanna bæði í Tjad og Súdan. Abakar Tollimi, talsmaður hreyfingarinnar, er sagður hafa aðstoðað Nouri við að þvinga menn til þess að taka þátt í hernaði, þar á meðal menn undir lögaldri frá árslokum 2005 til miðs árs 2010.

Elise Le Gall, lögmaður Nouris, segir skjólstæðing sinn neita ásökunum um að hafa vígbúið börn. Ákvörðun franskra stjórnvalda um að ákæra hann og hneppa í gæsluvarðhald verði áfrýjað.

Nouri stofnaði uppreisnarhreyfinguna UFDD, sem stendur fyrir hernaðarbandalag um lýðræði og þróun. Áður en hann gekk til liðs við uppreisnarmenn gegndi hann embættum í stjórn Tjad, þar á meðal sem varnarmálaráðherra á árunum 2001 til 2003 og var sendiherra Tjad í Sádi Arabíu í tvö ár frá 2004. Hann er þekktur fyrir að hafa verið náinn fyrrverandi forsetanum Hissene Habre, sem var velt úr sessi af Idriss Deby Itno árið 1990.

Nouri gekk til liðs við uppreisnarmenn þegar Deby var endurkjörinn í umdeildum kosningum árið 2006. Hann kom upp bækistöðvum UFDD í Súdan og réðist þaðan á austurhluta Tjad, en árásinni var hnekkt af stjórnarher Tjad. Árið 2008 tók UFDD þátt í aðgerð ásamt fleiri uppreisnarsveitum þar sem stefnan var sett á að steypa stjórnvöldum af stóli. Þeim tókst að komast að hliðum forsetahallarinnar áður en þeir urðu að hörfa eftir mikil átök gegn stjórnarhernum, sem þá naut stuðnings franska hersins. Síðar sama ár var Nouri dæmdur til dauða í Tjad, að honum fjarverandi. Árið 2010 var hann gerður útlægur úr Súdan. Þaðan fór hann til Katar þar sem hann var í eitt ár áður en hann flúði til Frakklands. Þar var hann handtekinn á heimili sínu í vesturhluta Parísar á mánudag.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV