Tuttugu og sex ára gömul úkraínsk kona hefur verið ákærð fyrir brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga. Hún réð sig til starfa á kaffihúsinu Hlöðunni á Hvammstanga án þess að hafa atvinnuleyfi á Íslandi. Hún starfaði hjá fyrirtækinu frá 8. eða 9. maí síðastliðinn og var enn starfandi þar þegar lögregla tók skýrslu af henni 21. maí.