Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Ákæra sjö fyrir innbrot í gagnaver

27.08.2018 - 06:20
epa03741835 A general view shows the inside of the server hall of Facebook in the city of Lulea, some 900 km north of Stockholm, Sweden, 12 June 2013. Facebook started processing data through its first server farm outside the United States. The company
Mynd tekin í gagnaveri Facebook í Svíþjóð. Mynd: EPA
Sjö eru ákærðir fyrir aðild að innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og í Borgarbyggð um síðustu áramót, að því er Fréttablaðið greinir frá. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 11. september.

Miklu af tölvubúnaði var stolið í innbrotunum og er talið að verðmæti þýfisins sé um 200 milljónir króna. Tölvurnar, sem eru um 600 talsins, hafa enn ekki fundist. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsi að Sogni í apríl og var handtekinn í Amsterdam í Hollandi, er einn þeirra sem ákærðir eru vegna málsins. Hann er enn í farbanni, líkt og tveir aðrir sakborningar, að því er fram kemur í Fréttablaðinu