Lögreglan í Eistlandi staðfesti í morgun að Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóri Danske Bank í Tallin, hefði fundist látinn. Lýst var eftir Rehe í fyrradag, en hann hafði þá farið að heiman og ekki snúið til baka.
Rehe var útibússtjóri Danske Bank í Tallin á árunum 2006-2015, en verið er að rannsaka umfangsmikið peningaþvætti í gegnum útibúið á þeim árum. Ekki er vitað til að Aivar Rehe hafi tengst þessari glæpastarfsemi og hann kvaðst sjálfur ekki hafa haft neina vitneskju um hana.