Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Aivar Rehe fannst látinn

25.09.2019 - 10:10
Erlent · Eistland · Evrópa
epa07309985 Danske Bank branch in Tallinn, Estonia 22 January 2019.  EPA-EFE/Valda Kalnina
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Lögreglan í Eistlandi staðfesti í morgun að Aivar Rehe, fyrrverandi útibússtjóri Danske Bank í Tallin, hefði fundist látinn. Lýst var eftir Rehe í fyrradag, en hann hafði þá farið að heiman og ekki snúið til baka. 

Rehe var útibússtjóri Danske Bank í Tallin á árunum 2006-2015, en verið er að rannsaka umfangsmikið peningaþvætti í gegnum útibúið á þeim árum. Ekki er vitað til að Aivar Rehe hafi tengst þessari glæpastarfsemi og hann kvaðst sjálfur ekki hafa haft neina vitneskju um hana. 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV